Fyrir: 6
Undirbúningur: 25 mínútur
Innihald:
1 bakki kjúklingabringur
Fajita kjúklingakrydd eða mexíkanskt krydd að eigin vali
1/2 dós sýrður rjómi
1 dós gular baunir
2 lárperur
paprika - tómatar - gúrka
Salat að eigin val
Handfylli af nachosflögum muldar yfir
Aðferð:
Skerið bringurnar í strimla, steikið þar til tilbúnar og kryddið. Skerið allt grænmetið og blandið svo öllu saman í skál fyrir utan salatið, setjið hálfa dós af sýrðum rjóma út í skálina og blandið öllu vel saman. Setjið salatið í skál og hellið svo blöndunni yfir það og blandið vel saman og myljið svo nachosflögum yfir. Verði ykkur að góðu!