Mexíkó salat

Það passar svo ótrúlega vel að fá sér létt salat á góðum sumardegi. Þetta mexíkó salat er æðislega gott og líka hollt sem skemmir nú ekki fyrir. Það er jafn gott sem léttur kvöldverður eða hádegisverður eða bæði sitthvorn daginn. Börnunum mínum þykir það mjög gott og geri ég það því reglulega. Það verður pínu "djúsí" þar sem sýrðum rjóma er blandað saman við salatið og notaður sem dressing. Ég hvet ykkur til að prófa!

Fyrir: 6

Undirbúningur: 25 mínútur

Innihald:

1 bakki kjúklingabringur

Fajita kjúklingakrydd eða mexíkanskt krydd að eigin vali

1/2 dós sýrður rjómi

1 dós gular baunir

2 lárperur

paprika - tómatar - gúrka

Salat að eigin val

Handfylli af nachosflögum muldar yfir

 

Aðferð:

Skerið bringurnar í strimla, steikið þar til tilbúnar og kryddið. Skerið allt grænmetið og blandið svo öllu saman í skál fyrir utan salatið, setjið hálfa dós af sýrðum rjóma út í skálina og blandið öllu vel saman. Setjið salatið í skál og hellið svo blöndunni yfir það og blandið vel saman og myljið svo nachosflögum yfir. Verði ykkur að góðu!

 

LoadingFavorite