Ljúffeng súkkulaðikaka

Þessi súkkulaðikaka er einföld í gerð og afar ljúffeng. Hún inniheldur ekki sykur heldur Erythritol sem gerir hana örlítið hitaeiningaminni en það kemur sko ekki niður á bragðinu. Ég setti hana í lítil múffuform sem ég var búin að smyrja og hvolfdi svo úr formunum á litla diska og bar fram sem eftirrétt við mikinn fögnuð gesta.

Fyrir: 8

Undirbúningur: 15 mínútur

Innihald:

2 egg

2 eggjarauður

100g smjör

200g dökkt súkkulaði

1 dl Erythritol frá Now

1/2 dl hveiti

 

Aðferð:

Bræðið varlega smjör og súkkulaði og kælið örlítið. Hrærið vel eggin og sykurinn þar til létt og ljóst. Blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við ásamt hveitinu, alls ekki hræra of mikið í deiginu. Hellið í lítil form eða litlar skálar og bakið í 10-12 mín í 180° heitum ofni en miðjan á að vera örlítið blaut. Berið fram með ferskum jarðaberjum og mögulega smá þeyttum rjóma! Njótið í botn!

LoadingFavorite