Fyrir: 8
Undirbúningur: 15 mínútur
Innihald:
2 egg
2 eggjarauður
100g smjör
200g dökkt súkkulaði
1 dl Erythritol frá Now
1/2 dl hveiti
Aðferð:
Bræðið varlega smjör og súkkulaði og kælið örlítið. Hrærið vel eggin og sykurinn þar til létt og ljóst. Blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við ásamt hveitinu, alls ekki hræra of mikið í deiginu. Hellið í lítil form eða litlar skálar og bakið í 10-12 mín í 180° heitum ofni en miðjan á að vera örlítið blaut. Berið fram með ferskum jarðaberjum og mögulega smá þeyttum rjóma! Njótið í botn!