Fyrir: 4-6
Undirbúningur: 20 mínútur
Innihald:
1 bakki hakk
Maukaðir tómatar í krukku
2-3 msk tómatpúrra í krukku
Nokkrar rifnar gulrætur
1 bakki sveppir saxaðir smátt niður
1 lítið blómkálshöfuð saxað smátt niður
Kryddað með góðri ítalskri kryddblöndu og smá pipar
Stór dós kotasæla
Lasagneplötur
Rifinn ostur
Aðferð:
Steikið hakkið á pönnu, saxið grænmetið og bætið út í, kryddið vel og hellið tómötunum og tómatpúrrunni út í og látið malla í smá stund. Setjið lasagneplötur á botninn á eldföstu móti, dreifið smá kotasælu yfir og svo kjötblöndu, endurtakið þar til allt hráefnið er búið og dreifið þá rifnum osti yfir og bakið í ofnið í um 40 mín við 180° hita.