Lasagne

Lasagne er alltaf svo dásamlega góður réttur sem allir elska. Þessi uppskrift er örlítið hollari útgáfa af annars fremur hefðbundnu kjötlasagne sem klikkar aldrei. Falið grænmeti sem börnin taka ekki eftir og kotasæla notuð í stað hinnar hefðbundnu uppbökuðu ostasósu. Ég mæli með því að þú prófir þetta við tækifæri!

Fyrir: 4-6

Undirbúningur: 20 mínútur

Innihald:

1 bakki hakk

Maukaðir tómatar í krukku

2-3 msk tómatpúrra í krukku

Nokkrar rifnar gulrætur

1 bakki sveppir saxaðir smátt niður 

1 lítið blómkálshöfuð saxað smátt niður

Kryddað með góðri ítalskri kryddblöndu og smá pipar

Stór dós kotasæla

Lasagneplötur

Rifinn ostur

 

Aðferð:

Steikið hakkið á pönnu, saxið grænmetið og bætið út í, kryddið vel og hellið tómötunum og tómatpúrrunni út í og látið malla í smá stund. Setjið lasagneplötur á botninn á eldföstu móti, dreifið smá kotasælu yfir og svo kjötblöndu, endurtakið þar til allt hráefnið er búið og dreifið þá rifnum osti yfir og bakið í ofnið í um 40 mín við 180° hita.

LoadingFavorite