Lárperu Caprese

Þessi réttur er örlítið breytt útgáfa af hinum vinsæla Caprese sem eru tómatar, ferskur mozzarella, ólífuolía, salt og pipar.  Ég bætti við salati og lárperu og út kemur þessi dásamlegi réttur, svo ferskur, léttur og góður. Frábært snarl, í brunchinn, millimál eða sem hádegisverður en þá myndi ég einnig fá mér eina ristaða brauðsneið með spældu eggi.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

Ein lúka af salati

1/2 lárpera

Nokkrir litlir tómatar

Nokkrar kúlur af ferskum mozzarella

Smá ólífuolía, salt & pipar

 

Aðferð:

Setjið salatið á disk og lárperuna ofan á salatið. Setjið nokkrar kúlur af tómötum og mozzarella ofan á lárperuna og hellið smá ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar.

LoadingFavorite