Hugmyndir að hollu kvöldsnarli

Mörgum finnst gott að fá sér smá snarl á kvöldin eftir kvöldmat og oft á tíðum verður það meira vani heldur en löngun. Það er ekkert að því að borða smá eftir kvöldmat ef maður er virkilega svangur en ef maður er að reyna að halda hitaeiningunum í skefjum þá er gott að að forðast það eins og hægt er.

Hérna eru nokkrar hugmyndir að hollu kvöldsnarli!

  • Frysta vínber og gæða sér á þeim á kvöldin

  • Skera melónur í bita en þær eru sætar og góðar og 90% vatn og því hitaeiningasnauðar og slá á sykurþörf

  • Skera epli í báta og fá sér með smá hnetusmjöri

  • Fá sér fersk ber sem eru algjört nammi

  • Skera niður grænmeti eins og gulrætur, brokkolí og blómkál og gæða sér á með smá hummus

Ef þið viljið reyna að forðast kvöldsnarlið þá er mjög gott ráð að bursta tennurnar eftir kvöldmat því þá nennir maður síður að þurfa að gera það aftur og sleppir því frekar að fá sér að borða. Annað gott ráð er að brjóta upp vanann sinn með því t.d. að fara í góðan göngutúr eða sund í staðin fyrir að horfa á sjónvarpið sem kallar oft á kvöldsnarl!