Kjúklingasamloka

Þessi kjúklingasamloka er æðislega góð, hún er frekar fljótleg og hentar t.d. vel að gera hana þegar maður á afgangs kjúkling eða heimatilbúið pestó. Það má alveg gera hana án kjúklingsins en þá er hún með pestó, tómötum, mozzarella og lárperu sem klikkar heldur ekki! Það er algjört lykilatriði að rista eða grilla brauðin aðeins áður en maður raðar á hana og þá verður hún stökk og góð.

Fyrir: 1 (magn miðað við það)

Undirbúningur: 15 mínútur

Innihald:

2 góðar ristaðar brauðsneiðar (ég notaði súrdeigsbrauð)

2 msk pestó, heimatilbúið eða keypt

2 sneiðar af stórri ferskri mozzarella kúlu

2 sneiðar af stórum tómati

1/2 lárpera skorin í þunnar sneiðar

Tilbúinn kjúklingur, magn að eigin vild

 

Aðferð:

Ristið eða grillið brauðsneiðarnar og skerið á meðan tómat, mozzarella og lárperu. Smyrjið brauðið með pestó, báðar sneiðarnar og raðið tómötum, mozzarella, lárperu og tilbúnum kjúkling ofan á og lokið með hinu brauðinu. Skerið í tvennt og njótið vel!

Heimatilbúið pestó

Ef þið viljið frábæran kjúkling þá er snilld að marinera hann í heimatilbúna pestóinu í 2 tíma, steikja á pönnu og krydda með Herbamare jurtasalti og nota hann á samlokuna og að sjálfsögðu pestóið til að smyrja samlokuna með.

 

LoadingFavorite