Fyrir: 1 (magn miðað við það)
Undirbúningur: 15 mínútur
Innihald:
2 góðar ristaðar brauðsneiðar (ég notaði súrdeigsbrauð)
2 msk pestó, heimatilbúið eða keypt
2 sneiðar af stórri ferskri mozzarella kúlu
2 sneiðar af stórum tómati
1/2 lárpera skorin í þunnar sneiðar
Tilbúinn kjúklingur, magn að eigin vild
Aðferð:
Ristið eða grillið brauðsneiðarnar og skerið á meðan tómat, mozzarella og lárperu. Smyrjið brauðið með pestó, báðar sneiðarnar og raðið tómötum, mozzarella, lárperu og tilbúnum kjúkling ofan á og lokið með hinu brauðinu. Skerið í tvennt og njótið vel!
Ef þið viljið frábæran kjúkling þá er snilld að marinera hann í heimatilbúna pestóinu í 2 tíma, steikja á pönnu og krydda með Herbamare jurtasalti og nota hann á samlokuna og að sjálfsögðu pestóið til að smyrja samlokuna með.