Kjúklinga- og lárperuvefja

Ég er mjög hrifin af einföldum og fljótlegum réttum sem eru bragðgóðir og hollir, þessi réttur uppfyllir það. Kjúklinga- og lárperuvefja er frábær kvöldverður sem nýtist líka mjög vel sem hádegisverður daginn eftir en þá geymi ég afganginn af blöndunni og set inn í ferska tortillu daginn eftir.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 20 mínútur

 

Innihald:

1 bringa

1 tortilla

1/2 lárpera

Tómatar, gúrka, paprika

Smá rifinn mozzarella

1 msk 11% sýrður rjómi

Smá limesafi, salt og pipar

 

Aðferð:

Skerið bringuna í litlar sneiðar og steikið, kryddið svo með góðu kryddi.  Skerið grænmetið og setjið í skál ásamt bringunni, lárperunni, ostinum og sýrða rjómanum og hrærið öllu vel saman, kreistið smá limesafa yfir og kryddið með salti og pipar. Dreifið blöndunni á tortillaköku sem þið eruð búin að hita og njótið!

LoadingFavorite