Kiwiskál

Kiwiskálin er græn og væn og auðveldlega hægt að breyta henni í drykk/smoothie ef það hentar betur þann daginn. Mér finnst gott að setja bara hálft kiwi í þeytinginn og nota hinn helminginn til þess að setja ofan á þeytinginn ásamt kókosflögum en stundum breyti ég til og set frekar múslí eða granóla. Prófið ykkur áfram með þessa næringarríku og hollu skál sem gefur góða orku.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

3/4 bolli kókosmjólk í fernu

1 væn lúka spínat

1 banani

1 kiwi

1/2 lárpera

1/2 bolli frosið mangó

Smá kókosflögur/múslí eða granóla

 

 

Aðferð:

Setjið allt í blandara og þeytið vel saman. Hellið í skál og skreytið með því sem ykkur langar í.

LoadingFavorite