Jógúrt með vanillu granóla

Þessi morgunverður klikkar aldrei að mínu mati,  hann er hollur og góður og endist vel. Ég geri granólað oftast á sunnudögum og á til fyrir vikuna. Ég er hrifin af því að nota grísku jógúrtina frá Örnu og leik mér aðeins með bragðtegundirnar, ég notaði með súkkulaði og ferskju í þennan rétt en notaðu endilega þá jógúrt sem hentar þér best, settu svo smá granóla og ber yfir og njóttu vel!

Fyrir: nokkra skammta

Undirbúningur: 10 mínútur

Innihald:

3 bollar tröllahafrar

1/2 bolli fræ að eigin vali

1/2 bolli saxaðar möndlur

1 tsk vanilluduft

3/4 bolli lífrænt hlynsíróp

2 tsk vanilludropar (vanilla extract)

 

Aðferð:

Blandið öllu vel saman í skál og setjið á smjörpappír. Bakið í 150° heitum ofni í 20-30 mínútur, fylgist vel með og hrærið í granólanu af og til svo það brenni ekki. Kælið og geymið í glerkrukku með loki.

LoadingFavorite