Hugmyndir að hollum morgunverði

Flestir hafa líklega heyrt talað um að morgunverðurinn sé mikilvægasta máltíð dagsins! Það er mikið rétt því hann gefur okkur orku fyrir daginn og þess vegna er nauðsynlegt að hann sé hollur og góður. Hérna eru nokkrar hugmyndir að góðum og hollum morgunverði sem tekur ekki mjög langan tíma að útbúa.

 

Kókosgrautur - þessi útgáfa af hafragraut er dásamleg. 

Grísk jógúrt með granóla - algjört uppáhald, ég útbý mitt eigið granóla sem ég á út vikuna.

Berjaskál með músli - ég geri þennan þegar ég er í stuði fyrir eitthvað ferskt, hollt og gott.

Hafra/chia grautur - þessi er algjör snilld því hann útbýr maður kvöldinu áður.

Ristað lárperubrauð - ég fæ mér þetta oft um helgar og kaupi glænýtt súrdeigsbrauð.

Amerískar pönnukökur - þessi útgáfa er í hollari kantinum og fullkomin á sunnudagsmorgnum.

Prófið ykkur endilega áfram með nýjar og góðar hugmyndir að hollum morgunverði því það skiptir miklu máli að fá góða næringu og orku fyrir daginn.