Hollar pönnukökur

Hver elskar ekki amerískar pönnukökur! Þessi uppskrift er ekki bara ótrúlega einföld heldur líka holl og afar bragðgóð. Börnin mín elska þessar pönnukökur sem innihalda engan sykur en æðislegt er að fá sér þær með berjum og smá dreitil af lífrænu hlynsírópi. Fullkomnar í brunchinn!

Fyrir: 4

Undirbúningur: 10 mínútur

Innihald:

2 egg

1/2 tsk vanilludropar (vanilla extract)

2 bollar spelt (eða heilhveiti)

2 tsk vínsteinslyftiduft

2 bollar möndlumjólk

Aðferð:

Hrærið öllu saman í nokkuð þykkt deig og bakið á pönnu í þeirri stærð sem þið viljið.

Njótið með berjum og smá lífrænu hlynsírópi!

LoadingFavorite