Dásamlegar kókoskúlur

Einfaldar og góðar kókoskúlur í hollari kantinum sem frábært er að eiga í ísskápnum. Aðeins 6 innihaldsefni, það tekur enga stund að útbúa þær og þær bragðast dásamlega!

Fyrir: Marga 

Undirbúningur: 15 mínútur

3 dl saxaðar döðlur lagðar í bleyti

3 dl fínt haframjöl

2 msk kakó

2 msk agave síróp

2 msk fljótandi kókosolía

Kókosmjöl

 

Aðferð:

Allt sett í matvinnsluvél, kúlur mótaðar og þeim velt upp úr kókosmjöli og settar í kæli.

 

LoadingFavorite