Fyrir: 4
Undirbúningur: 5 mínútur
Innihald:
2 þroskaðar lárperur
1 stór banani eða 2 litlir
4 msk kakóduft
1/2 bolli möndlumjólk
5-6 mjúkar döðlur
3 msk agavesíróp
Aðferð:
Setjið allt í matvinnsluvél eða blandara og hrærið vel saman. Setjið í 4 litlar skálar og kælið. Gott er að bera fram með ferskum berjum, kakónibbum og kókosflögum eða því sem ykkur finnst gott. Njótið vel!