Hlaupaáætlun – fyrir byrjendur

Sumarið er framundan og margir spenntir fyrir því að hreyfa sig meira úti sem ég skil mjög vel. Hlaup eru alveg frábær hreyfing sem hægt er að stunda hvar sem er en mörgum finnst erfitt að byrja. Hérna er 9 vikna hlaupaáætlun sem hjálpar þér að geta hlaupið 5 km samfleytt. Mikilvægt er að fylgja áætluninni og mjög hvetjandi er að setja sér markmið að taka t.d. þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst en þar getur hver og einn valið vegalengd sem hentar sér. 

Ef þú vilt fá áætlunina senda á pdf formi þá sendirðu mér bara línu á annaeiriks@annaeiriks.is og ég sendi þér hana.

Gangi þér vel!