Hálfmaraþon í San Francisco

Síðustu helgi skelltum við vinkonurnar okkar til San Francisco í Golden Gate (Run the bridge) hálfmaraþonið sem er klárlega skemmtilegasta hlaup sem ég hef tekið þátt í. Veðrið var fullkomið, útsýnið og landslagið var dásamlegt og félagsskapurinn toppaði þetta. Við töluðum saman alla leiðina, stoppuðum og tókum myndir og nutum hlaupsins í botn. Algjör sæluvíma!

Það skemmtilega við þetta var að við ákváðum þetta með tveggja vikna fyrirvara, skráðum okkur og skelltum okkur. Mér persónulega finnst það vera algjör forréttindi að geta leyft mér það að taka svona skyndiákvörðun, að vera það líkamlega vel á mig komin að ég geti gert það sem mig langar að gera, þegar mig langar. Það eru ekki allir sem elska það að hlaupa og snýst þetta ekki um það heldur að hugsa það vel um heilsuna að maður geti gert það sem maður vill, þegar maður vill.

Hreyfðu þig í lágmark 30 mín á dag, fyrir þig og heilsuna þína og njóttu þess að lifa lífinu og gera það sem þú elskar að gera:)