Hafrabomba

Þegar ég er í tímaþröng á morgnana þá finnst mér mjög gott að henda í þennan þeyting sem ég kalla hafrabombu en hann inniheldur haframjöl sem gerir þeytinginn trefjaríkari. Það er hægt að leika sér með uppskriftina fram og tilbaka en ég hvet ykkur til þess að prófa þennan dásamlega þeyting.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 2 mínútur

Innihald:

1/2 bolli frosin jarðaber

1/2 bolli frosin bláber

1 bolli rísmjólk með vanillu eða möndlumjólk

1/2 bolli fínt haframjöl frá Himneskri hollustu

1 lítill banani

 

Aðferð:

Allt sett í blandara og hrært vel saman, einfaldara gerist það ekki!

LoadingFavorite