Lárperumauk

lárperumauk eða guacamole passar með svo mörgu en þegar við eldum mexíkóskan mat þá finnst okkur æðislegt að bera fram ferskt guacamole með matnum, hvort sem við erum með burritos, fajitas eða quesidillas. Þetta er einstaklega ferskt og gott og stundum saxa ég litla tómata og set út í en ég geri það ekki alltaf.

Fyrir: 4

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

2 vel þroskaðar lárperur

Safi úr 1/2 límónu

Salt & pipar

 

Aðferð:

Stappið lárperurnar vel saman, kreistið safa úr 1/2 límónu yfir og kryddið að vild með salti og pipar. 

LoadingFavorite