Grísk jógúrt með granóla

Mér finnst þetta dásamlegur morgunverður, grísk jógúrt með granóla og ferskum berjum. Ég geri granólað einu sinni í viku og á það til í krukku og tekur því enga stund að útbúa þennan morgunverð. Krakkarnir mínir elska hann líka. Hollur og góður morgunverður sem endist vel. Þetta er uppskriftin að granólanu en ég nota yfirleitt grísku jógúrtina frá Örnu og leik mér aðeins með bragðtegundirnar, set svo smá granóla yfir og banana, ber eða bara það sem ég á til ofan á.

Fyrir: nokkra skammta

Undirbúningur: 10 mínútur

Innihald:

4 bollar tröllahafrar

1/2 bolli sólblómafræ

1/2 bolli möndluflögur

1/4 bolli graskersfræ

5 msk kókosolía

3/4 bolli hlynsíróp

2 tsk vanilludropar (vanilla extract)

smá skvetta appelsínusafi (má sleppa)

Aðferð:

  • Blandið öllum þurrefnunum saman
  • Hitið restina af hráefnunum saman í potti á vægum hita og hellið yfir þurrefnin
  • Blandið öllu vel saman og setjið á smjörpappír og bakið í ofnið við 180° í 30 mínútur. Kælið og geymið í glerkrukku með loki

LoadingFavorite