Grilluð kjúklingabringa með maís og gulrótum

Grillmatur er svo sumarlegur og góður og hægt að leika sér með endalausar útfærslur. Þessi réttur er einfaldur og ljúffengur. Grilluð kjúklingabringa með grilluðum maís og gulrótum, algjörlega gómsætt og passar vel hvenær sem er. Gott er að bera réttinn fram með fersku og góðu salati með smá fetaosti.

Fyrir: 4

Undirbúningur: 20 mínútur

Innihald:

1 bakki ferskar kjúklingabringur

4 maískubbar

1 poki gulrætur

 

Aðferð:

Grillið kjúklingabringurnar og kryddið með ykkar uppáhalds kryddi. Grillið maískubbana og setjið gulræturnar á álbakka, hellið góðri jómfrúarolíu yfir og stráið smá grófu salti yfir þær og grillið. Maískubbarnir og gulræturnar þurfa ca 20 mín á grillinu en bringurnar um 10-15 mín en mikilvægt að fylgjast vel með þeim.

LoadingFavorite