Gratíneraðar Tacoskeljar

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá erum við fjölskyldan mjög hrifin af mexíkóskum mat og þetta er einn af heimilisréttunum sem við gerum reglulega, Einfaldur réttur sem öllum þykir mjög góður. Það er mjög gott að skera niður allskonar grænmeti og svo býr hver og einn til sitt salat. Mér finnst grænmetisneyslan hjá börnunum oftast betri með þessu móti heldur en þegar ég bý til salat í skál þar sem öllu er blandað saman. Einfaldur og góður réttur sem vert er að prófa!

Fyrir: 4-6

Undirbúningur: 15 mínútur

Innihald:

1 bakki hakk

Tacokrydd

1 pakki af stökkum tacoskeljum

1 lítil krukka tacosósa

Rifinn Mozzarellaostur

Salat að eigin vali

 

Aðferð:

Steikið hakkið og kryddið með tacokryddi. Raðið tacoskeljum á bökunarpappír og setjið smá tacosósu í botninn á skeljunum. Setjið hakk ofan í skeljarnar og stráið rifnum Mozzarella yfir og bakið í 15 mín í 180° heitum ofni eða þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með salati eða grænmeti að eigin vali og berið fram með smá sýrðum rjóma og lárperumauki.

LoadingFavorite