Vertu ávallt með markmið - það hjálpar manni að halda sér á beinu brautinni
Ekki gleyma litlu sigrunum - mikilvægt er að verðlauna sig á góðan hátt þegar markmiði er náð því það er svo hvetjandi
Finndu hreyfingu sem hentar þér - við ættum öll að hreyfa okkur á hverjum degi og því nauðsynlegt að finna sér hreyfingu sem manni finnst skemmtilegt að stunda
Haltu þér við efnið - margt smátt gerir eitt stórt, æfingarnar þurfa ekki að vera langar til þess að skila árangri og enginn er fullkominn í mataræðinu, aðalmálið er að halda sér við efnið.
Finndu þér æfingafélaga - það getur hjálpað mörgum að æfa með góðum æfingafélaga eða fjarþjálfara eins og mér, það gerir þjálfunina skemmtilegri og markvissari.
Forðastu að fara í átak eða megrun - það er skammtímalausn sem er erfið, leiðinleg og skilar almennt slökum árangri til lengri tíma litið.
Góðir hlutir gerast hægt - ekki ætla þér um of, njóttu þess að hugsa um heilsuna og líkamann með því að hreyfa þig reglulega og borða heilsusamlega því þá gerast góðir hlutir.
Njóttu þess að vera til - mundu að lifa í núinu og njóta þess í botn
Ef þig vantar aðstoð við að komast í gott form og vilt æfa með einkaþjálfaranum þínum heima í stofu þegar þér hentar, þá býð ég upp á lúxus fjarþjálfun, kynntu þér málið HÉR.