Gleðilega páska

Páskarnir eru framundan og allir vonandi í góðum gír. Það er frábært að halda góðri hreyfingu inni í sinni rútínu því þá líður manni ennþá betur í fríinu sínu og um að gera að virkja alla fjölskylduna með sér. Hægt er að fara í góðan göngutúr, út að hjóla, á skíði, í sund og lengi mætti telja. Í þessu myndbandi sýni ég fjórar hörkugóðar æfingar sem ég hvet ykkur til að prófa en þær eru frekar krefjandi, hægt er að finna viðráðanlegri æfingar í öðrum myndböndum frá mér en þessar eru frábærar fyrir þá sem vilja smá áskorun. Æfingaplanið mitt Fit á ferð er frábært til þess að grípa í um páskana, ég hvet ykkur til þess að kíkja á það því það hentar einnig frábærlega þegar þið eruð á ferð og flugi því æfingarnar eru allar án áhalda.

 

Gleðilega páska!