Geggjað pestó

Pestó er svo mikil snilld út á svo margt. Það er frábært að marinera kjúkling í þessu pestói og steikja á pönnu, það er frábært út á salat og okkur fjölskyldunni finnst sérstaklega gott að smyrja tortilla pönnuköku með pestóinu og strá rifnum mozzarella osti yfir og baka í nokkrar mínútur í ofni og setja svo lárperu, spínat og ferskt grænmeti inn í hana. Það geymist í 1-2 viku í lokaðri krukku inn í ísskáp og því ótrúlega gott að grípa í við allskonar tækifæri.

Fyrir: Nokkra skammta

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

1 poki ferskt spínat

1 búnt fersk basilika

2 bollar olía að eigin vali

Krydda með salti, pipar og pasta rossi

 

Aðferð:

Setjið allt í blandara og hrærið vel saman, kryddið til eftir smekk. Hellið í krukku með loki, geymið í ísskáp og grípið í við allskonar tækifæri! 

LoadingFavorite