Draumurinn sem rættist!

Hjartanlega velkomin á síðuna mína. Ég er ótrúlega stolt af henni því þetta er draumur sem ég er búin að ganga með lengi og er nú loksins orðinn að veruleika. Á þessari síðu mun ég vera með allskonar uppskriftir, skemmtilegt lífstílsblogg og metnaðarfulla fjarþjálfun sem er það sem síðan snýst fyrst og fremst um.

 

 

Ég er búin að kenna hóptíma og þjálfa fólk í rúm 20 ár og síðustu ár hef ég mikið verið með lokuð námskeið fyrir konur þar sem ég aðstoða þær við að koma hreyfingu og hollara mataræði inn í lífstíl sinn. Mér finnst mikil forréttindi að fá að aðstoða þær í þessu verkefni því ég sé hvað það hefur jákvæð áhrif á þær að æfa reglulega og hugsa vel um sig. Þetta snýst ekki endilega um kíló eða ummál heldur miklu frekar að líða vel í eigin skinni og hugsa vel um líkama sinn.

Markmið mitt með þessari síðu er að ná til ennþá fleiri kvenna og aðstoða þær við það sama.

Sérstakar þakkir fá Krista hönnuðurinn minn sem sá um allt útlit á síðunni, Saga Sig ljósmyndari fyrir frábærar myndir, Nonni fyrir að gera þessa síðu fyrir mig og fjölskylda og vinir fyrir andlegan stuðning og ráð.

Ég hefði aldrei getað gert þetta án ykkar! TAKK.