Eplakaka

Eplakaka er alltaf svo dásamlega góð og þessi örlítið hollari útgáfa af henni sló heldur betur í gegn hjá mínu fólki. Okkur finnst svo gaman að baka eitthvað gott á sunnudögum og höfum við verið að prófa okkur áfram með hitt og þetta en þessi kaka var afrakstur dagsins. Hún er best beint úr ofninum með smá slettu af þeyttum rjóma eða ís!

Fyrir: 4-6

Undirbúningur: 15-20 mínútur

Innihald:

2-3 græn epli skorin í bita

1 tsk kanill

1 dl mjúkt smjör

1 dl Erythritol frá Now

1 dl fínt haframjöl frá Himneskri hollustu

1 góð msk hveiti

 

Aðferð:

Smyrjið eldfast form og skerið eplin í litla bita, setjið þau í formið og stráið 1 tsk af kanil yfir eplin. Hrærið saman smjör, Erythritol, haframjöl og hveiti. Stráið mulningnum yfir eplin og bakið í 30 mín í 180° heitum ofni. Ef þið viljið meira "deig" yfir þá stækkið þið bara uppskriftina. Ég notaði frekar lítið form en myndi tvöfalda uppskriftina ef ég væri með stærra form og þá dugar hún fyrir fleiri. Njótið í botn!

LoadingFavorite