Fyrir: 4-6
Undirbúningur: 15-20 mínútur
Innihald:
2-3 græn epli skorin í bita
1 tsk kanill
1 dl mjúkt smjör
1 dl Erythritol frá Now
1 dl fínt haframjöl frá Himneskri hollustu
1 góð msk hveiti
Aðferð:
Smyrjið eldfast form og skerið eplin í litla bita, setjið þau í formið og stráið 1 tsk af kanil yfir eplin. Hrærið saman smjör, Erythritol, haframjöl og hveiti. Stráið mulningnum yfir eplin og bakið í 30 mín í 180° heitum ofni. Ef þið viljið meira "deig" yfir þá stækkið þið bara uppskriftina. Ég notaði frekar lítið form en myndi tvöfalda uppskriftina ef ég væri með stærra form og þá dugar hún fyrir fleiri. Njótið í botn!