Ekta ítölsk pizza

Þessi pizza er dásamleg, hún er ekta ítölsk og einstaklega góð. Mér finnst svo gaman að gera allskonar óhefðbundnar pizzur og þetta er klárlega pizza sem ég fæ ekki leið á. 

Fyrir: 2

Undirbúningur: 5-10 mínútur

Innihald:

Pizzadeig

Góð olía á botninn - ég notaði extra virgin ólífuolíu frá Himneskri hollustu

Smávegis af grófu sjávarsalti

Nokkrar litlar kúlur af ferskum mozzarella

Nokkrir litlir tómatar skornir í tvennt

Fersk basilika

Pizzaostur eða rifinn mozzarella

 

Aðferð:

Fletjið pizzadeigið út og smyrjið botninn með góðri olíu og dreifið smávegis af sjávarsalti yfir. Skerið mozzarella kúlurnar í þrennt og dreifið þeim jafnt yfir pizzuna, setjið rifinn pizzaost yfir og bakið í 220° heitum ofni í ca 10 mínútur eða þar til pizzan hefur bakast (ég nota pizzaofn). Takið pizzuna úr ofninum og setjið ferska tómata og vel af ferskri basiliku yfir og njótið í botn! 

LoadingFavorite