Einföld eggjakaka

Eggjakaka er einfaldur, hollur og góður matur. Hægt er að leika sér með endalausar útfærslur af þessum rétti og gæða sér á sem morgunverð, hádegisverð eða sem léttum kvöldverð. Mér finnst þetta frábær réttur sem hægt er að töfra fram á stuttum tíma. Fullkomið er að fá sér ristað súrdeigsbrauð með smá smjöri með þessum rétti.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 10 mínútur

 

Innihald:

2 egg

Salt og pipar

Smá rifinn Mozzarella ostur

1/2 lárpera

Lúka af spínati

Smá paprika

Nokkrir kirsuberjatómatar

 

Aðferð:

Hrærið 2 egg vel saman og steikið á pönnu. Þegar eggjakakan er að verða tilbúin þá er gott að setja smá rifinn mozzarella á helminginn og brjóta hana saman og leyfa henni að standa í nokkrar mínútur eða á meðan osturinn bráðnar. Krydda með smá salti og pipar og gæða sér á með lárperu og grænmeti.

LoadingFavorite