Brakandi gott múslí

Múslí er svo hollt, trefjaríkt og gott og ég tala nú ekki um þegar maður gerir það sjálfur. Þessa uppskrift tekur enga stund að gera og dugar hún manni út vikuna. Mér finnst múslí frábært út á allskonar þeytinga sem ég geri sjálf eða gríska jógúrt með berjum. Ef mig langar í rúsínur, hnetur, þurrkaða ávexti eða kókosflögur út í það þá bæti ég því við eftir á. Til þess að gera það stökkt þá þarf að baka það í ofni í 15 mínútur en það er líka mjög gott óbakað og í rauninni ennþá hollara því þá sleppir maður hunanginu og sírópinu, þá er það frekar svona hefðbundið múslí en ekki stökkt.

Fyrir: Marga skammta

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

2 bollar tröllahafrar

1 bolli fræblanda frá Himneskri hollustu eða þau fræ sem þú átt til

1/2 bolli quinoaflögur (má sleppa)

1/4 bolli akasíu hunang

1/4 bolli hlynsíróp

 

Aðferð:

Blanda öllu saman í skál, dreifa á bökunarpappír og baka í u.þ.b. 15 mín við 180° hita til að fá það stökkt. Geymist best í glerkrukku með loki.

LoadingFavorite