Fyrir: Marga skammta
Undirbúningur: 5 mínútur
Innihald:
2 bollar tröllahafrar
1 bolli fræblanda frá Himneskri hollustu eða þau fræ sem þú átt til
1/2 bolli quinoaflögur (má sleppa)
1/4 bolli akasíu hunang
1/4 bolli hlynsíróp
Aðferð:
Blanda öllu saman í skál, dreifa á bökunarpappír og baka í u.þ.b. 15 mín við 180° hita til að fá það stökkt. Geymist best í glerkrukku með loki.