Spínat eggjakaka

Þessi eggjakaka er svo bragðgóð og holl. Hún er einföld, létt og fersk. Upplagt er að fá sér hana sem léttan hádegisverð eða sem morgunverð en mér finnst líka ótrúlega gott að fá mér hana eftir góða æfingu. Um að gera að leika sér með grænmetið sem fer ofan á og einnig er hægt að bæta meiru út í hana.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 10 mínútur

Innihald:

2 egg

1 lúka spínat

Nokkrar litlar kúlur af ferskum mozzarella

1/2 lárpera

Kirsuberjatómatar

1/2 paprika

Smá lífræn ólífuolía

Salt & pipar

 

Aðferð:

Hrærið saman tvö egg. Steikið spínat á pönnu og bætið svo eggjablöndunni út í og steikið við vægan hita og skerið grænmetið niður á meðan. Setjið eggjakökuna á disk,  grænmeti og mozzarella ofan á, hellið smá lífrænni ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Njótið vel!

 

LoadingFavorite