Fyrir: 2
Undirbúningur: 5 mínútur
Innihald:
2 þeytt egg
Smá dreitill möndlumjólk (eða venjuleg)
2 brauðsneiðar (mér finnst súrdeigsbrauð best)
Ferskt grænmeti að eigin vali
Ca 1 tsk góð lífræn jómfrúar olía
Salt og pipar
Aðferð:
Þeytið eggin vel saman ásamt smá mjólk. Veltið brauðinu upp úr eggjablöndunni og steikið á pönnu, ca 2 mín hvor hlið eða þangað til brauðið er gullbrúnt að lit. Dreifið smá ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar og gæðið ykkur á með fersku grænmeti.