Eggjabrauð

Þetta er mjög vinsælt á mínu heimili, sérstaklega um helgar. Eggjabrauð með hægt er að toppa með því sem til er í ísskápnum hverju sinni. Elsti sonur minn fær sér þetta oft með Agave sýrópi eða súkkulaðismyrjunni frá Good Good Brand en mér finnst þetta best með fersku grænmeti, góðri ólífuolíu smá salti og pipar.

Fyrir: 2

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

2 þeytt egg

Smá dreitill möndlumjólk (eða venjuleg)

2 brauðsneiðar (mér finnst súrdeigsbrauð best)

Ferskt grænmeti að eigin vali

Ca 1 tsk góð lífræn jómfrúar olía

Salt og pipar

 

Aðferð:

Þeytið eggin vel saman ásamt smá mjólk. Veltið brauðinu upp úr eggjablöndunni og steikið á pönnu, ca 2 mín hvor hlið eða þangað til brauðið er gullbrúnt að lit. Dreifið smá ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar og gæðið ykkur á með fersku grænmeti.

 

LoadingFavorite