8. nóvember, 2020
Hérna er hugmynd að góðri 5 mínútna æfingu sem styrkir efri hluta líkamans. Best er að nota meðalþung lóð en ef þú átt ekki lóð þá er hægt að redda sér á t.d. 2x líters flöskum. Reyndu að fylgja mér í gegnum allt myndbandið án þess að stoppa og það […]
2. janúar, 2020
Gleðilegt ár 2020! Núna er heldur betur tíminn til að koma sér aftur í heilsugírinn eftir hátíðarnar. Margir mikla það aðeins fyrir sér hvar er best að byrja og langaði mig því að deila með þér nokkrum ráðum. Settu þér markmið – þú hefur heyrt þetta áður en þetta hvetur […]
11. nóvember, 2019
Síðustu helgi skelltum við vinkonurnar okkar til San Francisco í Golden Gate (Run the bridge) hálfmaraþonið sem er klárlega skemmtilegasta hlaup sem ég hef tekið þátt í. Veðrið var fullkomið, útsýnið og landslagið var dásamlegt og félagsskapurinn toppaði þetta. Við töluðum saman alla leiðina, stoppuðum og tókum myndir og nutum […]
25. ágúst, 2019
Styrktaræfingar eru mjög mikilvægar fyrir okkur, þær styrkja vöðvana, eru góðar fyrir beinin, auka grunnbrennslu líkamans og móta líkamann. Þessar æfingar eru frábærar til að styrkja efri hlutann og gott að gera þær 3x í viku með þá lóðaþyngd sem hentar þér. Byrjaðu á einni umferð af æfingunum 3x í […]
12. ágúst, 2019
Þessi æfingalota er stutt en áhrifarík! Ég hvet þig til þess að gera hana án þess að hvíla á milli til að styrkja efri hlutann og kjarnavöðvana. Fullkomin eftir göngutúrinn, útihlaupið, hjólatúrinn o.s.frv. Ég mæli með 3-4 umferðum með smá hvíld eftir hverja umferð. Fleiri æfingahugmyndir á www.instagram.com/aeiriks
27. júní, 2019
Það er frábært að nota sumartímann til að hreyfa sig vel utandyra. Þessa æfingu er gott að taka eftir t.d. góðan göngutúr, útihlaup, hjólatúr o.fl. Ég mæli með að gera 2-5 umferðir, fer bara eftir því í hversu miklu stuði þú ert. Kíktu endilega á www.instagram.com/aeiriks fyrir fleiri æfingahugmyndir!
20. apríl, 2019
Það er ótrúlega árangursríkt að gera rassæfingar með ökklalóðum en í þessu myndbandi sýni ég 6 frábærar rassæfingar sem er að sjálfsögðu hægt að gera án lóða. Fínt að gera 3 umferðir hvoru megin.
4. febrúar, 2019
Allir skíðagarpar þurfa að þjálfa vel rass- og lærvöðva, kjarnavöðva líkamans og þolið sitt. Þessi æfing vinnur með alla þessa þætti og hvet ég alla skíðagarpa, nú og alla þá sem vilja huga vel að heilsu sinni til að prófa þessa æfingu! Ég hvet þig til þess að prófa […]
15. október, 2018
Vatn er lífsnauðsynlegt fyrir okkur þar sem það gegnir margvíslegu hlutverki í líkamanum. Um 60% af líkamsþunganum okkar er vatn og missum við um 2-2,5 lítra af vatni á dag og því nauðsynlegt að drekka svipað magn undir venjulegum kringumstæðum. Mörgum finnst það vera þó nokkuð mikil áskorun að drekka svo […]
7. október, 2018
Mörgum finnst gott að fá sér smá snarl á kvöldin eftir kvöldmat og oft á tíðum verður það meira vani heldur en löngun. Það er ekkert að því að borða smá eftir kvöldmat ef maður er virkilega svangur en ef maður er að reyna að halda hitaeiningunum í skefjum þá […]
2. september, 2018
Vertu ávallt með markmið – það hjálpar manni að halda sér á beinu brautinni Ekki gleyma litlu sigrunum – mikilvægt er að verðlauna sig á góðan hátt þegar markmiði er náð því það er svo hvetjandi Finndu hreyfingu sem hentar þér – við ættum öll að hreyfa okkur á hverjum […]
26. ágúst, 2018
Ef þú vilt styrkja kviðvöðvana þína þá mæli ég með því að þú bætir þessum æfingum við þína hreyfingu 3x í viku. Þær eru krefjandi en frábærar og reyna á svo miklu meira en bara kviðvöðvana. Það munar um allt þegar hreyfing er annars vegar og gott að hafa í […]
17. ágúst, 2018
1. Settu þér markmið Þessi vísa verður aldrei of oft kveðin. Það skiptir ótrúlega miklu máli að setja sér mælanleg markmið sem stefnt er að ná með markvissum hætti. Einnig er gott að búta markmiðin niður í smærri sigra og verðlauna fyrir hvert skref að stóra markmiðinu, þannig verður leiðin […]
6. ágúst, 2018
Sumarið mitt er búið að vera ótrúlega viðburðarríkt og skemmtilegt og ég ekki búin að vera á landinu megnið af því. Fríið mitt byrjaði á skemmtilegri U16 landsliðsferð í körfubolta til Finnlands með elsta soninn en það var upplifun sem ég hefði ekki viljað missa af. Við tók svo mánaðarferð […]
19. maí, 2018
Sumarið er framundan og margir spenntir fyrir því að hreyfa sig meira úti sem ég skil mjög vel. Hlaup eru alveg frábær hreyfing sem hægt er að stunda hvar sem er en mörgum finnst erfitt að byrja. Hérna er 9 vikna hlaupaáætlun sem hjálpar þér að geta hlaupið 5 km […]
10. maí, 2018
Ég er nýkomin frá London þar sem ég spókaði mig um í 25° hita og sól sem var frekar ljúft og auðvitað fékk ég mér morgunmat á einum af uppáhalds morgun-/hádegisverðar stöðunum mínum, Le Pain Quotidien en hann finnurðu í 18 löndum og m.a London og auðvitað New York o.fl. […]
24. apríl, 2018
Ef þú vilt fá kúlurass þá skaltu skoða þetta myndband og bæta þessum æfingum inn í þína rútínu annan hvern dag. Þær virka einstaklega vel til þesss að móta rassvöðvana og styrkja lærvöðvana. Þær gefa þér hugmynd að æfingum sem þú getur gert heima hjá þér eða bara hvar sem […]
11. apríl, 2018
Flestir hafa líklega heyrt talað um að morgunverðurinn sé mikilvægasta máltíð dagsins! Það er mikið rétt því hann gefur okkur orku fyrir daginn og þess vegna er nauðsynlegt að hann sé hollur og góður. Hérna eru nokkrar hugmyndir að góðum og hollum morgunverði sem tekur ekki mjög langan tíma að útbúa. […]
26. mars, 2018
Páskarnir eru framundan og allir vonandi í góðum gír. Það er frábært að halda góðri hreyfingu inni í sinni rútínu því þá líður manni ennþá betur í fríinu sínu og um að gera að virkja alla fjölskylduna með sér. Hægt er að fara í góðan göngutúr, út að hjóla, á […]
13. mars, 2018
Það eru ótal ávinningar af því að gera styrktaræfingar en má þar nefna t.d aukinn efnaskiptahraða, bætta líkamsstöðu, aukna orku, minni vöðvarýrnun, minni meiðslahættu, minni líkur á beinþynningu og lengi mætti telja. Í þessu myndbandi sýni ég fimm góðar æfingar sem styrkja allan líkamann en frábært er að gera tuttugu […]
27. febrúar, 2018
Mig langar að sýna þér fjórar góðar æfingar sem styrkja rass- og lærvöðva. Frábært er að gera tuttugu endurtekningar af hverri æfingu, fjórar umferðir í heildina. Ef þú gerir þetta þrisvar sinnum í viku þá muntu finna mun á þér eftir nokkrar vikur. Gott er að byrja smátt og bæta […]
19. febrúar, 2018
Það er ótrúlegt hvað líkaminn okkar er fljótur að aðlagast nýju átaki og þess vegna er svo mikilvægt að breyta æfingunum sínum reglulega og auka æfingaálagið jafnt og þétt. Nýjar æfingar og nýjar hreyfingar gera svo mikið fyrir okkur og hjálpa okkur að ná sífellt betri árangri, ég tala nú […]
12. febrúar, 2018
New York er ein af uppáhalds borgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og […]
4. febrúar, 2018
Margir eru mikið á ferð og flugi, vinna jafnvel óreglulega, ferðast mikið vegna vinnu eða bara sér til skemmtunar. Þrátt fyrir mikil ferðalög og óreglulega rútínu þá er afar mikilvægt að hugsa vel um heilsuna og finna sér stað og stund til þess að æfa. Það er ekki bara gott […]
28. janúar, 2018
Flestir landsmenn eru í miklum heilsugír núna eftir jólin sem mér finnst afar jákvætt því við ættum alltaf að hugsa vel um heilsu okkar. Til þess að hjálpa fólki að halda sér í góðum gír þá ætla að ég að gefa reglulega hugmyndir að æfingum sem hægt er að gera […]
23. janúar, 2018
Margir vandræðast aðeins með það hvað þeir eigi að fá sér milli mála sem er ekki of hitaeiningaríkt og hjálpar manni við að halda góðu jafnvægi á blóðsykrinum. Hérna eru nokkrar hugmyndir að léttu en góðu millimáli sem gott er að grípa í milli stóru máltíðanna sem eru morgunverður, hádegisverður […]
13. janúar, 2018
Tónlist hefur ótrúlega mikil áhrif á mann og því mikilvægt að velja skemmtilega og hvetjandi tónlist þegar maður er að æfa. Hérna er Spotify lagalisti sem ég tók saman með lögum sem mér finnst gott að æfa við. Prófaðu þennan lista sem þú getur einnig nálgast HÉR eða búðu til […]
1. janúar, 2018
Núna er nýtt ár að hefjast og margir eflaust að velta fyrir sér hvaða áramótaheit þeir eigi að setja sér. Hérna koma nokkur ráð fyrir þá sem vilja setja sér heilsutengd áramótaheit. Settu þér markmið fyrir árið en settu þér einnig smærri markmið fyrir hvern mánuð fyrir sig. Ekki setja […]
28. desember, 2017
Hjartanlega velkomin á síðuna mína. Ég er ótrúlega stolt af henni því þetta er draumur sem ég er búin að ganga með lengi og er nú loksins orðinn að veruleika. Á þessari síðu mun ég vera með allskonar uppskriftir, skemmtilegt lífstílsblogg og metnaðarfulla fjarþjálfun sem er það sem síðan snýst […]