Fyrir: 1
Undirbúningur: 5 mínútur
Innihald:
Í þeirri röð sem ég raða í krukkuna
1/2 dl salsasósa í botninn
1 dl hakk kryddað með Burrito eða Taco kryddi
1 dl grjón
Niðurskorin gúrka
Niðurskorin paprika
1/2 lárpera skorin
1 lúka spínat
Kirsuberjatómatar (eða bara venjulegur tómatur)
Aðferð:
Öllu hellt úr krukkunni í góða skál og borðað með bestu lyst!