Mexikó salat

Ég er mjög hrifin af því að útbúa nesti og taka með mér í vinnuna því með því að skipuleggja daginn fyrirfram er auðveldara að halda mataræðinu góðu. Mexikó salat geri ég þegar ég er með Taco eða Burrito í kvöldmatinn og þá skelli ég í leiðinni í eina krukku sem ég gæði mér á daginn eftir.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 5 mínútur

 

Innihald:

Í þeirri röð sem ég raða í krukkuna

1/2 dl salsasósa í botninn

1 dl hakk kryddað með Burrito eða Taco kryddi

1 dl grjón

Niðurskorin gúrka

Niðurskorin paprika

1/2 lárpera skorin

1 lúka spínat

Kirsuberjatómatar (eða bara venjulegur tómatur)

 

Aðferð:

Öllu hellt úr krukkunni í góða skál og borðað með bestu lyst!

LoadingFavorite