Berjaþeytingur

Stundum er svo þægilegt að henda í einn þeyting og fá sér eftir góða æfingu eða jafnvel bara þegar maður kemur heim úr vinnunni glorhungraður en til að gera hann hitaeiningaminni þá er sniðugt að sleppa banananum og hentar hann þá betur sem millimál. Krökkkunum finnst hann æði.

Fyrir: 2

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

1 bolli möndlumjólk frá Isola

1 stór dós vanilluskyr

1 banani

1/2 bolli bláber (mega vera frosin)

1/2 bolli jarðaber

 

Aðferð:

Setjið allt í blandara og þeytið vel saman, ef ykkur þykir hann of þykkur þá bætið þið bara smá vökva við. Njótið vel!

 

LoadingFavorite