Berjaskál með múslí

Berjaskál er í raun þykkur þeytingur sem hellt er í skál en mér þykir það töluvert betri kostur heldur en að drekka hann því þá get ég sett allskonar góðgæti eins og múslí, bananasneiðar og ber út á hann. Það er miklu betra fyrir meltingarfærin okkar að fá að tyggja matinn heldur en að drekka hann og þess vegna er þetta frábær blanda og góð næring. Ótrúlega ferskur, léttur og góður morgunverður sem ég hef líka oft fengið mér sem hádegisverð.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 10 mínútur

 

Innihald:

2 dl frosin ber að eigin vali

1/2 dl möndlumjólk, má vera meira ef blandan er of þykk

1/3 banani

1/2 dl múslí

Fersk ber á toppinn

 

Aðferð:

Berin og möndlumjólkin hrærð saman í blandara, hellt í skál og múslí sett á toppinn, ásamt berjum og bananasneiðum.

LoadingFavorite