Fyrir: 1
Undirbúningur: 5 mínútur
1 banani
1 egg
1 dl haframjöl
1/2 dl möndlumjólk
1/4 tsk vínsteinslyftiduft
(Vanilluprótein ef vill)
Smá Akasíu hunang og ber á toppinn
Aðferð:
Stappið bananann vel og hrærið egginu saman við. Bætið haframjölinu og lyftiduftinu við og hrærið möndlumjólkinni svo varlega saman við. Setjið í litla eldfasta skál og bakið í ofni við 175° í u.þ.b 10-12 mínútur.
Toppið með smá akasíu hunangi ef vill og berjum og njótið vel.