Ávaxtaskál

Eftirréttir þurfa ekki alltaf að vera fullir af viðbættum sykri og stútfullir af hitaeiningum. Þessi ávaxtaskál gæti ekki verið einfaldari og krökkunum finnst æðislegt að fá svona skál í eftirrétt en einnig er hún líka frábært millimál þegar komið er t.d. heim seinnipartinn og allir þreyttir og svangir eftir daginn. Fersk, holl og góð og ótrúlega girnilega á að líta!

Fyrir: 1

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

Þeir ávextir sem þú átt til en í mína skál fór:

1/2 pera

1 kiwi

1 lúka bláber

 

Aðferð:

Skerið ávextina í bita og setjið í fallega skál!

 

LoadingFavorite