Ávaxtabakki

Ég er nýbúin að ferma son minn og hélt veisluna heima. Ég útbjó ávaxtabakka til að hafa á veisluborðinu sem var ekki aðeins fallegur á borði heldur einstaklega vinsæll hjá litlum sem stórum. Það er ótrúlega sniðugt að bjóða upp á ferska ávexti í hvaða veislu sem er og í rauninni við hvaða tilefni sem er, t.d. bara seinnipartinn þegar börnin koma heim úr skólanum eða jafnvel sem hollt kvöldnarsl fyrir fjölskylduna. Magnið á ávöxtunum fer eftir því fyrir hversu marga þeir eru.

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

2 stór box jarðaber

2 fötur fersk bláber

1 ananas skorinn í bita

3 mangó skorinn í sneiðar

2 væn búnt af vínberjum

 

Aðferð:

Setjið ananasinn á miðjan bakka og raðið svo ávöxtunum fallega í kringum hann.

LoadingFavorite