Stutt heimaæfing

Hérna er hugmynd að góðri 5 mínútna æfingu sem styrkir efri hluta líkamans. Best er að nota meðalþung lóð en ef þú átt ekki lóð þá er hægt að redda sér á t.d. 2x líters flöskum. Reyndu að fylgja mér í gegnum allt myndbandið án þess að stoppa og það er í góðu lagi að endurtaka þetta allt 2-3x.

 

Ég mæli með því að gera þessa æfingalotu 2-3x í viku og sérstaklega gott eftir góðan göngutúr, hjólreiðatúr eða hlaup.

Verum dugleg að hreyfa okkur!