Æðislegur staður – Le Pain Quotidien

Ég er nýkomin frá London þar sem ég spókaði mig um í 25° hita og sól sem var frekar ljúft og auðvitað fékk ég mér morgunmat á einum af uppáhalds morgun-/hádegisverðar stöðunum mínum, Le Pain Quotidien en hann finnurðu í 18 löndum og m.a London og auðvitað New York o.fl. Þetta er bakarí/veitingastaður sem er með mikið úrval af guðdómlega hollum og góðum réttum sem eru hver öðrum betri. Það er geggjað að fá sér holla og góða skál, hafragraut, ristað lárperubrauð, eggjaköku, salat eða bara það sem hugurinn (eða maginn) girnist þá stundina. Belgíska vafflan með súkkulaði bragðast ekkert illa eftir holla og góða matinn. Ég mæli eindregið með því að þú kíkir á þennan stað næst þegar þú ert á ferð og flugi.