Æðislegur núðluréttur

Börnin mín eru mjög hrifin af núðlum og þessi réttur því sérstaklega vinsæll hjá þeim. Hann er mjög fljótlegur og hentar einstaklega vel sem hádegismatur daginn eftir því hann bragðast nánast jafnvel kaldur og heitur og klikkar heldur ekki þegar krakkarnir koma sársvangir heim af æfingu. Það er auðvitað langbest að vera með allt grænmetið ferskt og steikja á pönnu en ef maður er tímabundinn þá er snilld að kaupa bara frosna wok grænmetisblöndu og nota í réttinn.

Fyrir: 4-6

Undirbúningur: 15 mínútur

Innihald:

1 pakki núðlur

1 bakki kjúklingabringur

Wok grænmetisblanda (frosin)

1 flaska sæt chillisósa

 

Aðferð:

Steikið grænmetið á pönnu og geymið til hliðar. Steikið kjúklingabringurnar og hellið svo 1 flösku af sætri chillisósu yfir. Sjóðið núðlurnar og hellið þeim í skál, hellið grænmetinu yfir og svo bringunum og sósunni og blandið öllu saman. Þessi réttur er mjög góður heitur en einnig kaldur og því fullkominn ef hann þarf að standa örlítið á borði.

LoadingFavorite